Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 12.08.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 12. ágúst 1987 Eftir erfið ár í sælgætisiðnaði: Súkkulaðiverksmiðjan Linda er eitt þeirra fyrirtækja sem allir þekkja. Eina sælgætisverksmiðjan á Akur- eyri og raunar sú eina á lands- byggðinni nálgast nú 40 ára aldur- inn. Verksmiðjunni hefur tekist að standa af sér mikla erfiðleikatíma fyrir íslenskan sælgætisiðnað og er nú á uppleið á ný. Blaðamenn Dags brugðu sér í heimsókn í verksmiðj- una sjálfum sér og lesendum blaðs- ins til fróðleiks. „Það var tilviljun að ég fór út í framleiðslu á súkkulaði. Þannig var að ég átti og rak verslunina London í Skipagötu 6. Þegar skömmtunartímabilið kom var okkur skammtað súkkulaði eins og annað, 10 kíló af suðusúkku- laði frá Síríus. Eg hef víst aldrei þolað að láta segja mér fyrir verkum og þess vegna datt mér í hug að best væri að framleiða súkkulaðið sjálfur og hófst handa við það af fullum krafti,“ segir Eyþór Tómasson stofnandi og eigandi súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu um upphafið að starfsem- inni. Stofnsetningin gekk þó ekki átakalaust fyrir sig því það tók ein þrjú ár að fá eina og eina vél „í gegnum þessar klíkur sem þá voru í Reykjavík,“segir Eyþór og á þar við fjárhagsráðið sem þá starfaði. Vélarnar voru flestar keyptar frá Þýskalandi og Hollandi og ein þeirra er enn notuð við fram- Íeiðsluna. Eyþór keypti ásamt Björgvin Schram sem síðar varð stórkaupmaður í Reykjavík, efri hæð hússins að Hólabraut 16 þar sem nú er til húsa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Eftir tveggja ára samstarf þeirra keypti Eyþór hlut Björgvins og síðan neðri hæðina af Guðmundi bróð- ur sínum sem þar hafði rekið trésmíðaverkstæði og síðan kex- verksmiðjuna Lórilei. Þarna hófst starfsemi Lindu árið 1948 þannig að verksmiðjan á 40 ára afmæli næsta haust. Árið 1961 flutti verksmiðjan svo í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem hún er nú. Á sínum tíma þótti það óðs manns æði að byggja svo gífur- lega stórt húsnæði á þessum tíma, og Linda er enn stærsta sælgætisverksmiðja Iandsins mið- að við húspláss. „Ég á Jóni heitn- um Sólnes og Jakobi Frímanns- syni fyrrverandi kaupfélagsstjóra það að þakka að ég gat byggt svona stórt. Þessir menn treystu mér,“ segir Eyþór, en Jón var á sínum tíma bankastjóri Lands- bankans. Verksmiðjan var skipulögð frá grunni af þýskum verkfræðingum því ekki var sama hvar vélarnar voru ef ná átti sem mestri hag- ræðingu. „Þetta hefur alla tíð gengið ágætlega og ég er ánægður með þetta,“ segir Eyþór þegar hann lítur yfir farinn veg. Eyþór fylgist ennþá með rekstrinum og situr alltaf á skrifstofu sinni síðdegis, þó svo að nýr maður hafi tekið við stjórnartaumunum. Undir þessu fræga þaki Það hefur margt breyst frá því að Eyþór hóf rekstur verksmiðjunn- ar í Hólabraut. í upphafi unnu hjá honum sjö starfsstúlkur en nú eru starfsmenn um 40 talsins og voru á bilinu 70-80 þegar best lét. Núverandi framkvæmdastjóri Lindu er Sigurður Arnórsson. Eftir að hafa starfað í um 10 ár hjá ullariðnaði Sambandsins á Akureyri og síðan í eitt ár hjá Plasteinangrun réðst hann til Lindu í mars á síðasta ári. eða á 25. afmælisári núverandi verk- smiðjuhúss. Húsið er alls um 3000 fermetr- ar að stærð, á þremur hæðum. Á efstu hæðinni er hráefnislager og þar eru einnig geymdar vélar frá gömlu verksmiðjunni. Á hinum tveimur hæðunum eru svo stórir framleiðslusalir þar sem lofthæð- in er um 4 metrar og rúmt á alla kanta þannig að enn er húspláss fyrir töluverða aukningu í umsvifum og þar með fleiri og stærri vélar. Undir þessu fræga þaki sem fauk í Linduveðrinu veturinn 1969 eru alls um 11 þús- und rúmmetrar. A uppleið eftir hnignun Eftir töluverða velgengni í inn- lendri sælgætisframleiðslu á árun- um fyrir 1980 var tollum aflétt á innflutt sælgæti og í kjölfar þeirran Hið glæsilega húsnæði sælgætisverksmiðjunnar Lindu. „Ég reyni að fylgjast vel með þessu öllu.“ Eyþór Tómasson eigandi og fyrr- um framkvæmdastjóri Lindu á skrifstofu sinni. breytingaf komu mjög erfið ár fyrir Lindu eins og aðrar sælgætisverksmiðjur í landinu. íslensk sælgætisframleiðsla hafði til þessa tíma verið vernduð atvinnugrein en þurfti nú skyndi- lega að fara að keppa við erlend- ar stórverksmiðjur sem gátu í krafti stærðar sinnar boðið hag- stætt verð á vörum sínum. „Það varð hnignum í allri íslenskri sælgætisgerð fyrstu árin eftir þetta og þau voru mjög erfið. Sumir urðu undir og aðrir eiga enn í erfiðleikum. Enn aðrir hafa síðan náð sér aftur á strik. Staðan hjá Lindu var mjög góð þegar þetta dundi yfir og þess vegna reyndist ekki þörf á að draga verulega saman seglin eða ganga á eignir. Ég held að menn hafi almennt trúað því að þessum tollum yrði ekki aflétt og þess vegna kom þetta eins og köld gusa. Ef fyrirtækin hefðu haft meiri aðlögunartíma áður en svona nokkuð skall á þá hefði þetta ekki verið eins stór skellur,“ segir Sjgurður. Á síðasta ári \ar Linda rekin „á núlli“ og í ár stefnir í að fyrir- tækið verði rekið með nokkrum hagnaði. Framleiðslan jókst verulega á síðasta ári og veltu- aukning var um 70% eða langt umfram hækkun verðlags í land- inu. „Þetta var auðvitað mjög ánægjulegt og ég á von á að þetta aukist enn á þessu ári,“ segir Sigurður. Tekið á markaðsmálunum „Við höfum reynt að koma með nýjungar án þess að fjárfesta og þannig náð umsetningunni upp. Það má segja að við höfum náð að vinna upp það sem fór for- görðum á þessum erfiðleikatím- ii i iirinm i jrnnnnirrwi um. Við höfum tekið á markaðs- málunum og rekum harðari við- skipti gagnvart okkar umboðs- mönnum víða um land. Við höf- um reynt að heimsækja umboðs- mennina reglulega og séð til þess að vörur okkar séu á boðstólum miklu víðar en áður var. Okkar umboðsmenn eiga að þrýsta á það að okkar vörur séu alltaf á boðstólum. Við höfðum nóg húspláss og vélakost sem gat annað meiru en hann gerði og þess vegna var þetta spurningin um að finna þær vörutegundir sem mestan arð gáfu og þrýsta þeim út þannig að söluaukningin yrði fyrst og fremst í þeim vörutegundum sem gáfu mest. Margar af þessum vörutegundum eru þær tegundir sem við vinnum hvort sem er vikulega til að hafa þær alltaf nýj- ar og ferskar, þar á meðal Lindu- buffin sem eru lang-vinsælasta varan okkar. Sigurður Arnórsson framkvæmdastjóri „Borða mikið af Lindusúkkulaði og fínnst það alltaf jafn gott.“ Anna Friðrik hefur unnið lengst allra í vinnslusal sælgætisverksmiðjunnar Lindu eða í 21 ár

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.